Innlent

Fréttamynd

Sló til starfs­manns og beit við­skipta­vin

Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Skrímsla­deildin“ hafi skorið upp her­ör gegn mót­fram­bjóð­endum Katrínar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega fjöru­tíu prósent líst illa á Katrínu

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann.

Innlent
Fréttamynd

„Lífið heldur á­fram eftir svona á­fall“

Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum

Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legustu að­skota­hlutir gera ó­skunda í dósatalningarvélum

Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund líka vin­sæll annar kostur

Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur.

Innlent
Fréttamynd

Kol­beinn hafi strokið kyn­færi stúlkunnar í­trekað

Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.

Innlent
Fréttamynd

Ný sendiskrif­stofa opnuð í Sí­erra Leóne

Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent